
GREINING Á LÍKAMLEGRI GETU
Ferlið er einfalt; Eftir skráningu færðu sendar leiðbeiningar, þegar þú ert búin/-nn að fylgja þeim færðu senda skýrslu um hvað þarf að laga við líkamlega getu þína og hvernig hægt er að laga það.

Umsagnir
Team Sparta er frábær leið fyrir íþróttamenn til að styrkjast og til að ná betri árangri á vellinum. Fannar heldur vel utan um prógramið og meðlimi þess og eru æfingarnar virkilega fjölbreyttar og skemmtilegar.
- Eva Björk Davíðsdóttir
Stjarnan
Ég leitaði til Fannars fyrir nokkrum árum til að auka snerpu og sprengikraftin. Ég fékk mikla hjálp og þjálfun í hinum ýmsu æfingum til að verða tilbúinn í næsta leik.
Mér fannst að auka gæðin á æfingunum að æfa með fólki sem er á toppnum í sinni íþrótt á Íslandi.
- Aron Snær Friðriksson
Njarðvík
Ég kynntist Fannari sumarið 2018 þegar við í u-2000 ára landsliðinu vorum að undirbúa okkur fyrir EM. Frábær þjálfari sem hjálpar mér að vinna í mínum veikleikum og taka minn leik uppá næsta stig með fjölbreyttum og skemmtilegum æfingum.
-Dagur Gautason
IF Arendal
Ég fór í styrktarþjálfun til Fannars korteri áður en ég hélt til Svíþjóðar í atvinnumennsku því ég vildi styrkja mig og læra að lyfta. Á mjög stuttum tíma hjálpaði Fannar mér að komast nær mínum markmiðum með ekki bara góðum og skemmtilegum æfingum heldur aðalega hvetjandi orðum og trú á mér jafnvel þegar ég hafði hana ekki sjálf. Hann sér til þess að maður sé alltaf að leggja sig 100% fram.
- Glódís Perla
FC Bayern Munchen
Uppruni Spörtu er skömmu eftir aldamótin þegar ég (Fannar) tók mín fyrstu skref í styrktarþjálfun í Sporthúsinu. Árið 2009 var CoreTraining stofnað um þjálfunina og eftir það tók lífið stóra beygju. 2012 færði ég alla mín þjálfun yfir í Röskvu í Digranesi og 2013 var Sparta stofnuð.
Hjá Spörtu hafa æft allir mögulegir íþróttamenn; byrjendur, verðandi meistaraflokks leikmenn og upp í atvinnumenn á hæsta stigi sinnar íþróttar, íþróttafólk úr öllum greinum, á öllum getustigum.
Allir eiga það sameiginlegt að vera með eitt markmið;
Bæta sig í því sem lífið hendir í þau.
GoingPro er afsprengi Spörtu og þar gildir bara ein regla;
VINNA! Þú þarft að leggja þig fram og tileinka þér það sem þarf til að brjótast út úr þægindarammanum.
Sími 825-0101
Fannar@Sparta.is
www.GoingPro.is